13 Maí 2013 12:00

Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer nú með rannsókn, í samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum og Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu, á voveiflegu andláti 59 ára gamals karlmanns sem fannst látinn í íbúð sinni á Egilsstöðum að morgni 07. maí s.l.  Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í tengslum rannsókn málsins, og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21 maí n.k.

Rannsókninni miðar vel og rætt hefur verið við fjölda manna vegna hennar.

Í ljós kom við frumathugun í krufningu að maðurinn lést af áverkum sem hann hlaut. 

Rannsókn málsins er nú á því stigi að ekki verður hægt að gefa frekari upplýsingar um það sem stendur.