19 Febrúar 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk á dögunum afhent hin svokölluðu Nexpo-verðlaun, en hún var valin áhrifamesta fyrirtæki/stofnun á samskiptamiðlum árið 2012. Embættið er auðvitað ánægt með viðurkenninguna, en þakkar hana frábærum viðtökum almennings við veru löreglunnar á samfélagsmiðlum.