24 Janúar 2020 12:12

Að gefnu tilefni vill lögreglan á Vesturlandi vekja athygli á 77. gr. nýrra umferðarlaga nr. 77/2019 þar sem stendur ,,að hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð“. Í reglugerð skal m.a. kveðið á um skyldu til að tilkynna farþegum um skyldubundna notkun öryggisbeltis. Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggisbelti. Ekki er heimilt að veita undanþágu frá notkun öryggis- og verndarbúnaðar í hópbifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á vegum þar sem heimilt er að aka hraðar en 80 km á klst.

Farið ávallt gætilega. Verum til fyrirmyndar og sjáum til þess að allir á ferð í bíl noti öryggisbelti. Alltaf.

Góða helgi.

Lögreglan á Vesturlandi.