3 Ágúst 2012 12:00

Lögreglan og tollgæslan á Vestfjörðum lagði hald á 38 lítra af sterku áfengi og 37.000 sígarettur um borð í flutningaskipi sem kom til lestunar á Bíldudal sl. miðvikudag.  Varningurinn fannst við leit í skipinu og var tilbúinn til hífingar frá borði.  Talið er að hann hafi átt að fara til dreifingar hér á landi.

Einn skipverji var handtekinn vegna málsins. Honum var sleppt í gærkveldi að lokinni yfirheyrslu.  Málið telst upplýst og er það komið til ákærumeðferðar.