23 September 2008 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda sportbáts sem fannst á sumarbústaðalandi skammt frá Reykjavík. Eins og sést á meðfylgjandi myndum, sú neðri er tekin þar sem báturinn fannst, er hann á kerru en ekki er vitað hver eða hverjir komu bátnum fyrir á umræddum stað. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.