3 Júní 2015 10:53

Sautján ára stúlka lést aðfaranótt þriðjudagsins 2. júní á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík.

Hún veiktist hastarlega á Akranesi aðfaranótt sunnudagsins 31. maí sl. eftir að hafa tekið inn E töflu að því talið er.

Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi.