4 Júní 2009 12:00

Lögreglan á Hvolsvelli hefur undanfarnar vikur tekið á móti öllum 9. bekkjum í Rangárvalla og V-Skaftafellssýslum, ásamt 10. bekk úr Vík í heimsókn á lögreglustöðina á Hvolsvelli og er þetta þriðja árið sem slíkar heimsóknir hafa farið fram. Þetta er gert að frumkvæði lögreglunnar í góðu samstarfi við skólanna fimm sem starfa innan umdæmisins, þ.e. á Laugalandi,  Hellu, Hvolsvelli, Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Börnin eru frædd um lögregluna, starfsemina og þeim sýnd aðstaðan og hluti tækjabúnaðar lögreglunnar.  Farið er í gegnum þau tímamót sem verða í lífi þeirra er þau ferða 15 ára, en þá verða þau sakhæf, ennfremur er rætt um fíkniefnanotkun og ýmislegt fleira.  Í lok heimsóknanna hefur þeim verið boðið upp á pizzur og gos.

Þessar heimsóknir hafa gefist vel og eru lögreglumenn afar ánægðir að fá að kynnast þessum skemmtilegu hópum ungmenna sem alast upp hér í samfélaginu og að fá tækifæri til að kynna lögregluna á jákvæðan hátt. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar úr heimsóknunum.