30 Janúar 2013 12:00

Undanfarna daga hefur snjóflóðadeild Veðurstofu Íslands lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austurlandi. Nokkuð hefur borið á að fólk hafi haft samband við embættið og leitað skýringa á því hvað það þýði.

Í reglugerð nr. 650/2009 um flokkun almannavarnarstiga segir svo m.a. um óvissustig: „Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.“

Meðan óvissustig varir er vakað yfir ástandinu og það metið af Veðurstofu í samráði við lögreglustjóra og almannavarnarnefnd eftir þörfum m.a. með tilliti til þarfar á rýmingu húsnæðis. Komi til rýmingar er í gildi rýmingaráætlun. Leiðbeiningar um rýmingu er að finna á heimasíðu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra www.almannavarnir.is Ef farið er í flýtiflipann efst hægra megin á síðunni og skrollað niður að rýmingu er að finna upplýsingar um rýmingu/brottflutning/flótta.  Rýming húsnæðis er tilkynnt símleiðis ef til kemur og fylgt eftir af lögreglu. Ef og þegar húsnæði er rýmt á Seyðisfirði á fólk að tilkynna hvert það fer. Þeir sem þurfa aðstoð við öflun húsnæðis í slíkum tilvikum gefi sig fram í Félagsheimilinu Herðubreið að Austurvegi 4, Seyðisfirði. Að öðru leiti vísast til gildandi rýmingaráætlunar m.a. um rýmingarreiti og skipulag.