3 Október 2014 12:00

Alda Hrönn Jóhannsdóttir er nýr aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Alda þekkir vel til löggæslumála, en hún hefur starfað innan lögreglunnar frá árinu 1999 og var m.a. settur saksóknari efnahagsbrota um eins árs skeið. Alda, sem lauk lögfræðiprófi frá HÍ 2001, vann líka hjá LRH um tíma og þekkir því vel til embættisins. Á meðal verkefna hennar hjá LRH verður að hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldismála, mansali og útlendingamála. Alda hefur verið yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum undanfarin ár og mun samhliða starfa áfram á Suðurnesjum til mánaðamóta til að ljúka verkefnum sínum þar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býður Öldu velkomna til starfa, en setning hennar í embætti er til eins árs.