26 Apríl 2013 12:00

Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir marsmánuð eru nú komin út. Þar kemur meðal annars fram að lögregla og tollgæsla hafa það sem af er ári lagt hald á um 1.200 grömm af sterum á duftformi, um 4.200 ml og tæplega 62.000 stk. Þannig var magn stera í stykkjatali  meira fyrstu þrjá mánuði ársins 2013, en síðustu þrjú ár samanlagt. Langstærsti hlutinn var gerður upptækur í stóru máli sem kom upp á árinu á Keflavíkurflugvelli.

Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.