6 Desember 2011 12:00

Lögreglan minnir fólk á að fara varlega í umferðinni, ekki síst ökumenn enda er hálka á vegum. Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi, m.a. tvær bílveltur. Önnur á Vesturlandsvegi en hin á Suðurlandsvegi. Þá varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Kópavogi. Veðurspá (vedur.is) næsta sólarhringinn er svohljóðandi: Austan 5-13 og él, norðlægari og úrkomulítið seint í dag. Hægari vindur á morgun og bjart með köflum. Frost 3 til 8 stig.

Þessi bíll valt í Kópavogi um helgina.