25 Janúar 2010 12:00

Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina en fjórar þeirra áttu sér stað í heimahúsum aðfaranætur laugardags og sunnudags. Flestar voru þær minniháttar og ekki er vitað til þess að fólk hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Reyndar nefbrotnaði maður eftir átök á skemmtistað en það eru engin stórtíðindi.