19 Desember 2020 14:58

Vinna er enn í gangi á Seyðisfirði við stöðumat innviða, á rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleira. Þá er á vegum Veðurstofu verið að meta hættu á frekari skriðuföllum.

Staða rýmingar verður metin að nýju í fyrramálið.

Aðgerðastjórn er á Egilsstöðum í björgunarsveitarhúsinu að Miðási 1. Hægt er að leita frekari upplýsinga þar ef óskað er. Næsta tilkynning verður send um klukkan 18 í dag.