31 Mars 2022 20:43

Karlmaður á fertugsaldri lést eftir fall á vinnusvæði í Urriðaholti í Garðabæ eftir hádegi í dag. Tilkynning um slysið barst á þriðja tímanum og héldu lögreglan og sjúkraflutningamenn þegar á staðinn, en maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu, en maðurinn var erlendur ríkisborgari.

Lögreglan og vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins.