24 September 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á mikilvægi bílbelta við akstur. Rannsóknir hafa sýnt að líkurnar á því að slasast í umferðinni eru margfalt meiri ef bílbelti eru ekki notuð. Hafa ber í huga að ekki er síður mikilvægt að spenna á sig bílbelti þegar stutt er farið, t.d. þegar skroppið er út í búð, þar sem meirihluti umferðaróhappa á sér stað í þéttbýli. Þetta er ítrekað hér því um helgina stöðvaði lögreglan tæplega 30 ökumenn í umdæminu, en enginn þeirra notaði bílbelti.