23 Júní 2011 12:00

Sumarmánuðirnir eru sá tími þegar fólk er hvað mest á faraldsfæti. Lögreglan vill því nota tækiðfærið og minna fólk á mikilvægi bílbelta við akstur. Rannsóknir hafa sýnt að líkurnar á því að slasast í umferðinni eru margfalt meiri ef bílbelti eru ekki notuð. Hafa ber í huga að ekki er síður mikilvægt að spenna á sig bílbelti þegar stutt er farið, t.d. þegar skroppið er út í búð, þar sem meirihluti umferðaróhappa á sér stað í þéttbýli. Bílbeltanotkun atvinnubílstjóra virðist vera sérstaklega áfátt en fjórir atvinnubílstjórar voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti á einum klukkutíma síðastliðinn þriðjudag. Lögreglan vill því beina þeim tilmælum til jafnt til farþega, ökumanna og atvinnubílstjóra að setja öryggið á oddinn og spenna beltin – alltaf!