3 Ágúst 2018 14:20
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af landa og gambra í heimahúsi í umdæminu í nótt eftir að henni höfðu borist ábendingar um að þar innandyra færi fram sala og framleiðsla á ólöglegu áfengi, eða „landa“. Við komuna á vettvang mátti strax greina mikla áfengislykt, en innandyra fannst gambri í tunnum og landi í flöskum. Húsráðendur, sem höfðu ekki leyfi til áfengisframleiðslu, játuðu sök, en auk landa og gambra var lagt hald á nokkuð af búnaði sem fylgdi starfseminni.