5 Maí 2023 15:39

Samkvæmt rannsókn tæknideildar lögreglu bendir allt til þess að brunann í Drafnarslippnum í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins megi rekja til opins elds. Ekki er hægt að fullyrða um hvort íkveikju eða óviljaverki sé um að kenna.

Lögreglan hefur rætt við allmarga í tengslum við málið, en það hefur ekki orðið til þess að upplýsa um brunann. Í þeim hópi eru fjögur ungmenni sem lýst var eftir, en lögreglan vill taka það sérstaklega fram að þau eru á engan hátt talin tengjast brunanum.