6 Júní 2018 11:37

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að eftirför sem átti sér stað í nótt, aðfararnótt 6.6.2018, en þá veitti lögreglan ljósbrúnum Skoda Octavia, eftirför um borgina. Allir þeir sem urðu vitni að atvikinu eru beðnir um að senda okkur tölvupóst í netföngin 0436@lrh.is eða 0725@lrh.is – helst með stuttri lýsingu á hvað viðkomandi sá. Einnig er hægt að senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins: www.facebook.com/logreglan