31 Október 2012 12:00

Karl um fertugt var fjarlægður af veitingahúsi í Reykjavík seint í gærkvöld, en sá reyndist ekki vera borgunarmaður fyrir veitingunum þegar komið var með reikninginn. Lögreglan var þá kölluð til en hún kannaðist vel við kauða. Sami maður lék nefnilega sama leikinn á öðru veitingahúsi nokkrum klukkutímum áður og gerði þá líka vel við sig í mat og drykk þrátt fyrir auraleysið, en viðkomandi var hvorki með reiðufé né greiðslukort. Þess má geta að maðurinn hefur nokkrum sinnum áður komið við sögu hjá lögreglu vegna sambærilegra mála.