12 Ágúst 2010 12:00

Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur á Breiðholtsbraut í gærmorgun. Afskiptin voru tilkomin vegna þess að ökumaðurinn var að tala í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað. Við frekari skoðun kom líka í ljós að maðurinn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Að auki reyndist bíllinn vera ótryggður og þá voru ákvæði um skoðun heldur ekki fyrir hendi. Jafnframt voru röng skráningarnúmer á ökutækinu. Eftir að þetta hafði allt komið á daginn var bifreiðin fjarlægð af vettvangi og kveikjuláslyklar hennar teknir í vörslu lögreglu.