17 Febrúar 2023 13:57

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í húsnæði í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun, en tilkynning um eldinn barst um klukkan hálftíu. Viðbragðsaðilar brugðust strax við, en í húsinu er rekið áfangaheimili og því voru margir á staðnum. Slökkvistarf gekk vel, sem og aðrar björgunaraðgerðir, en nokkrir voru þó fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg.

Tæknideild lögreglu rannsakar brunavettvanginn, en frekari upplýsinga um málið er ekki að vænta fyrr en í næstu viku.