26 September 2017 17:24
Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn.
Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill þakka öllum þeim sem veittu aðstoð við leitina að Rimantas.