14 September 2011 12:00

Karl á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að á hann féll tré í Reykjavík eftir hádegi í gær. Óhappið varð þegar verið var að saga niður nokkur tré í Vogahverfinu en maðurinn fékk tréð í höfuðið. Hann vaknaðist illilega en ekki er vitað frekar um meiðsli hans.