11 Desember 2006 12:00

Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í miðbænum á föstudag en hann er grunaður um fíkniefnamisferli. Tvö önnur mál komu síðan upp aðfaranótt laugardags. Fyrst var karlmaður á sextugsaldri tekinn í miðbænum og færður á lögreglustöð og nokkru síðar voru fjórir karlmenn á ýmsum aldri handteknir fyrir sömu sakir í úthverfi en í fórum þeirra allra fundust líka ætluð fíkniefni.

Og aðfaranótt sunnudags voru tveir karlmenn færðir á lögreglustöð grunaðir um fíkniefnamisferli. Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Annar var handtekinn í miðbænum en hinn í úthverfi.