25 September 2020 17:11
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist tilkynningar um óumbeðin símtöl þar sem reynt er að fá fólk til að taka þátt í verðbréfa- og rafmyntaviðskiptum á netinu. Í þetta skiptið er hringt úr íslensku númeri. Algengt er að fjárfestingasvik tengist fjárfestingartilboðum í hlutabréfum, verðbréfum, rafmyntum, fágætum málmum, landareignum eða orkugjöfum.
Hverjar eru vísbendingarnar?
• Þú færð endurtekin óumbeðin símtöl
• Þér er lofað skjótum ágóða og fullvissun um að fjárfestingin sé örugg
• Tilboð gildir eingöngu í takmarkaðan tíma
• Tilboð stendur einungis þér til boða og beðið er um að það sé ekki rætt við aðra
Hvað getur þú gert?
• Fáðu alltaf ráðgjöf frá óháðum aðila áður en þú lætur peninga af hendi eða fjárfestir
• Skelltu á óumbeðin símtöl tengdum fjárfestingatækifærum
• Fyllstu grunsemdum þegar lofað er öruggri fjárfestingu, tryggðri ávöxtun og miklum gróða
• Varastu svik í framtíðinni. Ef þú hefur þegar fjárfest í svikum er líklegt að svikarar munu reyna að herja á þig aftur eða selja öðrum brotamönnum upplýsingar um þig
• Hafðu samband við lögregluna ef grunur er um svik