28 Júní 2022 16:27

Í kvöld og nótt verður fræst og malbikuð akrein á Hafnarfjarðarvegi, milli Hamraborgar og Arnarnesvegar. Veginum verður lokað og hjáleiðir merktar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19 í kvöld og til kl. 7 í fyrramálið.

Í kvöld og nótt verða einnig fræstar báðar akreinar á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Veginum verður lokað í báðar áttir og umferð beint um Norðlingaholt. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 22 í kvöld og til kl. 4 í nótt.

Frekari fréttir um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.