2 Febrúar 2010 12:00

Um kl., fjögur í nótt handtók lögreglan ungan mann  þar sem hann var að fara í ólæsta bíla í  Tjarnarhverfi á Selfossi.  Maðurinn hefur verið yfirheyrður og hann játað innbrot og þjófnað úr fjölda bíla á Selfossi undanfarna mánuði eða allt frá því nóvemer síðastliðinn.  Síðastliðna þrjá mánuði hefur verið farið inn í um 30 ólæsta bíla á Selfossi, gramsað í þeim og stolið lauslegum hlutum eins og GPS tækjum myndavélum og lausafé.  Lögreglumenn hafa undanfarið lagt í mikla rannsóknarvinnu til að finna þennan náttfara sem hrellt hefur svo marga bíleigendur sem ekki læstu bílum sínum.  Það var svo í nótt að hann náðist eftir mikla þolinmæði og yfirlegu lögreglumanna á Selfossi.  Maðurinn fór eingöngu inn í ólæsta bíla og olli engum skemmdum.