12 Október 2019 09:30

Það er margt fróðlegt að sjá þegar rýnt er í gamlar myndir í myndasafni lögreglunnar. Hér eru tvær myndir teknar í Reykjavík á síðustu öld, en við látum glöggum lesendum okkar eftir að segja til um hvar þær voru teknar og á hvaða tíma. Á þeim báðum er að finna ýmsar vísbendingar eins og hús, ökutæki og fatnað vegfarendanna. Umhverfið á annarri myndinni ættu nú samt eiginlega flestir að þekkja strax enda umferðin á þessum slóðum í dag eitthvað sem sumir bölva stundum í sand og ösku! Hin er líklegri til að vefjast fyrir fólki, en þeir eldri ættu þó að geta ráðið í þetta. Á þeirri sömu mynd má sjá að það er engin nýlunda að þröngt sé á götum og göngustígum í borginni þar sem akandi, gangandi og hjólandi eiga leið um.