27 Janúar 2012 12:00

Með hlýnandi veðri er rétt að minna fólk á hættu sem getur skapast þegar blautur og þungur snjór rennur af húsaþökum. Sömuleiðis eru borgarar minntir á að huga að niðurföllum og draga þannig úr líkum á vatnstjóni. Um fyrrnefnda atriðið er raunar fjallað um í 7. gr lögreglusamþykktar en í henni segir m.a.: Eiganda eða umráðamanni húss er skylt að fjarlægja af húsi sínu snjó og grýlukerti, sem fallið geta niður og valdið hættu fyrir vegfarendur.