8 Apríl 2011 12:00

Undanfarið hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist allnokkrar tilkynningar þess efnis að reynt sé að lokka börn upp í bíla. Í flestum tilfellum eiga þessi atvik sér stað í nágrenni  grunnskóla. Unnið hefur verið úr öllum vísbendingum enda málin litin mjög alvarlegum augum.

Í gær barst tilkynning um atvik af þessu tagi í Grafarholti. Það reyndist eiga sér eðlilegar skýringar og svo hefur verið raunin í fleiri tilvikum sem lögreglan hefur kannað. Sem fyrr er þó mikilvægt að tilkynna um óviðeigandi háttsemi til lögreglu. Það má gera með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is eða hringja í síma 444-1000.