8 Apríl 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 250 kg af unnum hákarli við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi fyrr í vikunni. Á sama stað var einnig lagt hald á fíkniefni og tvo peningaskápa. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en hún er unnin í samvinnu við lögregluna á Suðurnesjum. Í ársbyrjun var 500 kg af hákarli stolið í Innri-Njarðvík en talið er að málin tengist.