22 September 2019 10:00

Bíllausi dagurinn er haldinn í dag, en að honum standa Samtök um bíllausan lífsstíl. Hópganga verður frá Klambratúni á Lækjartorg, en gengið er frá Miklubraut/Lönguhlíð að Njarðargötu og þaðan Sóleyjargötu að Lækjartorgi. Gangan hefst kl. 13 og því verða tafir á Miklubraut til vesturs meðan á þessu stendur. Lækjargata verður lokuð frá kl. 13 -17 vegna dagskár í tengslum við gönguna.