8 September 2011 12:00

Unglingsstúlka var bitin af hundi í Reykjavík í gær. Hún var á göngu í Bústaðahverfinu þegar þetta gerðist en hundurinn beit hana í höndina svo á sá. Þrátt fyrir leit lögreglu fannst hvorki hundurinn né eigandi hans en sá síðarnefndi var á vettvangi þegar atvikið átti sér stað.