3 Júní 2022 16:29

Þá er hvítasunnuhelgin fram undan, en útlit er fyrir að það muni skiptast á skin og skúrir á höfuðborgarsvæðinu. Sólríkt á laugardag, rigning á sunnudag og skýjað en þurrt á mánudag. Lögreglan verður að sjálfsögðu á vaktinni og passar vel upp á bæði menn og dýr, en vonandi munu sem fæstir þurfa á aðstoð okkar að halda.

Fyrirsætan á þessari fínu föstudagsmynd er hann Flóki, blíður og góður heimilisköttur í Kjósinni. Góða helgi, öllsömul.