17 Desember 2003 12:00

Dregið úr réttum lausnum. Talið frá vinstri í efri röð. Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri, Eiríkur Pétursson rannsóknarlögreglumaður, Margrét Sæmundsdóttir hjá Umferðarstofu, Sigurður Helgason sviðsstjóri hjá Umferðarstofu og Einar Jónsson hjá Umferðarstofu. Í neðri röð talið frá vinstri: Brynhildur Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri Álftamýrarskóla, Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir hverfislögreglumaður, Hildur Rún Björnsdóttir rannsóknarlögreglumaður og Örn Halldórsson skólatjóri Selásskóla.

Dregið var úr réttum lausnum 16. desember fyrir sveitarfélögin á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík þ.e. í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Seltjarnarnesi. Hildur Rún Björnsdóttir og Eiríkur Pétursson rannsóknarlögreglumenn í forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykjavík höfðu umsjón með jólagetrauninni f.h. lögreglunnar. Markmið getraunarinnar er að rifja upp mikilvæg umferðaratriði s.s. notkun öryggisbúnaðar.

Skil á svörum var góð í ár, eins og undanfarin ár voru 300 réttar lausnir dregnar út. Í verðlaun eru áritaðar bækur sem bornar verða út til hinna heppnu vinningshafa af lögreglu fyrir jólin. Hægt er að finna réttu lausnirnar á vef Umferðarstofu www.us.is (undir umferðarfræðsla).

Að þessu sinni drógu Brynhildur Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri Álftamýrarskóla og Örn Halldórsson skólastjóri Selásskóla úr réttum lausnum. Meðal viðstaddra voru varalögreglustjórinn í Reykjavík, starfsmenn frá Umferðarstofu og forvarna- og fræðsludeildar lögreglunnar í Reykjavík. Við viljum koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra barnanna sem tóku þátt og til foreldra og skóla sem aðstoðuðu þau við að koma úrlausnunum til skila.

Lögreglan í Reykjavík.

Forvarna- og fræðsludeild