25 Maí 2019 09:15

Það hefur verið annasamt á Reykjavíkurflugvelli í vikunni, en þar hefur lent hver Þristurinn á eftir öðrum. Vélin sem nær ku hafa flutt sjálfan Winston Churchill á milli landa, en hann gegndi forsætisráðherraembætti Breta í tvígang. Churchill kom til Íslands í seinni heimsstyrjöldinni og þá kannski með umræddri vél. Fremst á myndinni má sjá ökutæki landamæradeildar lögreglunnar, en starfsmenn deildarinnar hafa ákveðið eftirlit með með komum skipa og flugvéla til höfuðborgarsvæðisins og mega stundum hafa sig allan við, slíkur er fjöldinn sem hingað kemur.