16 Maí 2023 17:40

Akstur sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins gekk mjög vel í dag. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk sömuleiðis almennt vel, en umferðartafir urðu þó síðdegis eins og við mátti búast.

Akstur sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli er aftur á dagskrá á morgun, og þá má líka gera ráð fyrir umferðartöfum síðdegis.

Af öðrum og öllu hefðbundnari verkefnum lögreglu í dag er lítið að frétta. Hún hefur sinnt ýmsum útköllum, sem flest hafa verið minni háttar sem betur fer.