25 Mars 2024 11:49

Lögreglukór Reykjavíkur var stofnaður á þessum degi fyrir 90 árum, eða 25. mars 1934. Þá voru 42 lögreglumenn í Reykjavík, en 28 þeirra tóku sig til og stofnuðu kórinn. Starfsemin hefur að mestu verið samfelld í gegnum árin og hafa lögreglumenn komið fram víða og sungið bæði heima og erlendis. Töluvert af lögum hafa verið hljóðrituð og gefin út á plötum og diskum. Lögreglukórinn hefur upplifað ýmsar breytingar á löngum starfstíma, en ein sú stærsta varð fyrir nokkrum árum þegar konur fengu þar inngöngu og tóku karlarnir þeim fagnandi.

Á þessum tímamótum sendum við öllum kórfélögum, núverandi og fyrrverandi, árnaðaróskir í tilefni dagsins. Fyrir áhugasama má enn fremur geta þess að meðal fastra dagskrárliða Lögreglukórsins er að koma fram í hinni árlegu lögreglumessu á 1. maí. Að þessu sinni verður hún haldin í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík.