Á söngferðalagi í Svíþjóð árið 2019.
25 Mars 2022 15:59

Lögreglukórinn á afmæli í dag, en hann var stofnaður 25. mars árið 1934. Stofnendur voru 28 af 42 lögreglumönnum sem voru þá í Reykjavík. Starfsemi kórsins hefur að mestu verið samfelld, en þó var lægð í starfi hans á stríðsárunum og svo skiljanlega í heimsfaraldrinum síðustu tvö árin. Lögreglukórinn er nú aftur kominn saman til æfinga og er mikill hugur í kórfélögum, en ýmislegt er á döfinni. Kórinn hefur ferðast allvíða í gegnum árin og t.d. sungið á mörgum samnorrænum söngmótum lögreglukóra á Norðurlöndum, en meðfylgjandi mynd var einmitt tekin við eitt slíkt tækifæri í Svíþjóð fyrir þremur árum. Þá höfðu konur bæst í hópinn, en Lögreglukórinn var lengstum eingöngu skipaður karlmönnum.

Á söngferðalagi í Svíþjóð árið 2019.