30 Apríl 2018 10:01

Lögreglumessa verður haldin í Digraneskirkju í Kópavogi á morgun, þriðjudaginn 1. maí, kl. 13. Séra Bára Friðriksdóttir heldur utan um helgihaldið og Lögreglukórinn leiðir söng undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar, en kórmeðlimir sjá einnig um ritningalestur. Þá mun leynigestur flytja ræðu dagsins.

Allir eru velkomnir, en lögreglumenn eru sérstaklega hvattir til að mæta ásamt fjölskyldum sínum. Eftir messu verða kaffiveitingar í boði Landssambands lögreglumanna og Lögreglukórsins.