10 Mars 2015 15:10

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að bera kennsl á konu, sem fannst látin í sjónum við Sæbraut í Reykjavík í morgun. Tilkynning um málið barst á tíunda tímanum, en konan fannst skammt frá útilistaverkinu Sólfarið. Konan er í kringum sextugt, en talið er að hún hafi látist á síðasta sólarhring. Ekki er talið að and­látið hafi borið að með sak­næm­um hætti.

Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um konuna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.