5 Júlí 2024 15:26

Þá er helgin fram undan og viðbúið að margir verði á faraldsfæti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur úti hefðbundnu eftirliti, en í því felst m.a. að fylgst verður vel með umferð til og frá umdæminu. Vegfarendur eru minntir á að fara varlega, sýna þolinmæði og tillitssemi og virða leyfðan hámarkshraða.

Fínasta veðurspá hefur annars verið gefin út fyrir suðvesturhornið og þau sem halda sig heima geta jafnvel farið í sólbað utandyra ef hitinn rýkur í 17 stig á morgun! Þá er enn fremur margt í boði á höfuðborgarsvæðinu þessa  helgina, en þar ber hæst að nú stendur yfir Landsmót hestamanna í Víðidal. Viðbúið er að þar verði þúsundir gesta, en lögreglan verður líka við eftitlit á landsmótinu sem annars staðar.

Góða helgi – komum heil heim.