23 Ágúst 2019 19:30
Þá er Menningarnótt fram undan enn eitt árið, en við hvetjum fólk til að kynna sér upplýsingar um hátíðina á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar er t.d. að finna hátíðarkort af svæðinu, en það sýnir m.a. lokanir gatna og bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þjónustusími borgarinnar, 411 1111, verður opinn á Menningarnótt frá kl. 8.30 – 23.