24 Ágúst 2019 18:42

Menningarnótt er búin að ganga mjög vel fyrir sig í dag og engin teljandi óhöpp hafa komið upp. Hátíðargestir hafa auðsjáanlega tekið góða skapið með sér í bæinn og veðrið sýndi sínar bestu hliðar gestum til mikillar ánægju. Umferðin hefur gengið vel og fólk hefur nýtt sér strætó eða þá gengið í blíðunni inn á hátíðarsvæðið frá þeim fjölda bílastæða sem skipulögð voru í nágrenninu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum í dag.