2 Maí 2023 17:16

Um miðjan apríl minnti lögreglan þá ökumenn á sem þess þurfa að fara að huga að dekkjaskiptum og taka nagladekkin undan. Ekki er annað að sjá en að við því hafi verið orðið af langflestum og það er vel. Núna er líka kominn maí, það er bara hiti í kortunum og við treystum því að veturinn sé að baki. Séu enn einhverjir að aka um á nagladekkjum ættu hinir sömu að drífa sig, taka þau undan núna og setja naglalaus dekk í staðinn. Sé það ekki gert er viðbúið að sektarbókin fari á loft!