28 Apríl 2023 16:17
Lögreglukór frá Osló í Noregi gladdi viðstadda með fögrum söng á lögreglustöðinni í gær, en þess má geta að Norðmennirnir halda tónleika í Hjallakirkju á Álfaheiði í Kópavogi kl. 17 á morgun, laugardaginn 29. apríl. Lögreglukórinn íslenski kemur einnig fram á tónleikunum, en lofa má góðri skemmtun.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.