17 Apríl 2020 17:08

Ímyndunarafli mannsins virðast engin takmörk sett, sérstaklega þegar kemur að svikum og prettum. Utan úr heimi hafa lögreglu borist ábendingar um að fólki hafi borist USB minnislyklar í pósti. Mögulega merkt sem einhverskonar kynningarefni, en þegar minnislyklarnir eru brúkaðir leynast í þeim óværur sem taka yfir tölvubúnað.
Við ítrekum því að fólk gæti að sér og noti bara búnað sem er fenginn hjá traustum söluaðilum og er öruggur. Þannig er góð regla að nota aldrei minnislykla eða annað búnað nema vera alveg viss um uppruna hans.