13 Febrúar 2007 12:00

Þann 1. febrúar s.l. var Sveinn Kristján Rúnarsson settur í stöðu yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins á Hvolsvelli, til næstu áramóta. Hann hefur starfað sem varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli frá 2004, en starfaði áður í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, þar áður sem lögreglumaður í Reykjavík og í Kópavogi. Sveinn hefur starfað  í lögreglunni frá 1999. Sveinn lauk námi í Stjórnun 1, fyrir stjórnendur innan lögreglunnar, s.l. vor.

Hann er fyrsti yfirlögregluþjónninn sem tekur til starfa hjá lögreglunni á Hvolsvelli. 

Einnig tók til starfa tók Guðmundur Ingi Ingason sem nýr varðstjóri á Kirkjubæjarklaustri frá 1. febrúar s.l. Guðmundur hefur starfað í lögreglunni síðan 1976 og var lengst af hjá lögreglunni í Kópavogi. Þar starfaði hann í 23 ár en hefur undanfarin 9 ár verið starfandi rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík.

Alexander G. Alexandersson, sem verið hefur aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Vík, með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri, og frá áramótum hjá lögreglunni á Hvolsvelli, hætti störfum frá og með 1. febrúar. Alexander sneri á annann starfsvettvang í fjölskyldufyrirtæki. Honum eru þökkuð vel unnin störf í gegnum tíðina, en hann hafði verið í lögreglunni í Vík frá 1997 og þar áður frá 1986 í lögreglunni í Reykjavík .

Alexander G. Alexandersson, sem verið hefur aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Vík, með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri, og frá áramótum hjá lögreglunni á Hvolsvelli, hætti störfum frá og með 1. febrúar. Alexander sneri á annann starfsvettvang í fjölskyldufyrirtæki. Honum eru þökkuð vel unnin störf í gegnum tíðina, en hann hafði verið í lögreglunni í Vík frá 1997 og þar áður frá 1986 í lögreglunni í Reykjavík .