23 September 2011 12:00

Ungur drengur lenti í vandræðum þegar hann klifraði upp í tré á leiksvæði við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin upp gekk vel en þegar halda átti aftur niður á jörðina vandaðist málið. Stráksi sat því fastur í trénu og þurfti að kalla til lögreglu og slökkvilið. Komið var með körfubíl á staðinn og var hann notaður til að ná drengnum niður. Það gekk fljótt fyrir sig og ofurhuganum varð ekki meint af.